- Advertisement -

„Ég þorði ekki út því maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig“

Ómar Alejandro Waldsosson, sem ólst upp á Hvolsvelli, óttaðist um líf sitt í vikunni eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás vegna kynhneigðar sinnar. Árásin átti sér stað á líkamsræktarstöð í Síle og segir Ómar málinu hvergi nærri lokið.

Ómar ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hefur notið lífsins í sólinni í fæðingarlandi sínu Síle undanfarna mánuði. Hann er einkaþjálfari og mætti reglulega á líkamsræktarstöð í heimabæ sínum. Þar varð hann skyndilega fyrir ógeðfelldri árás á laugardaginn.

„Ég hringdi í lögregluna, ég beið í tvo tíma inni í líkamsræktarstöðinni eftir að hún kæmi en hún kom aldrei. Ég þorði ekki að labba út af því að maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig, sagðist ætla að bíða eftir mér þegar ég kæmi út og þá myndi hann berja mig,“ segir Ómar.

„Hann kemur að mér og öskrar: Helvítis hommi, færðu þig. Þú ert með litaðar neglur eins og einhver gella. Hann eltir mig, ýtir mér, og þá labba ég til baka og spyr: Hvers konar framkoma er þetta? Ég átti engan veginn von á því þegar ég var að æfa að einhver ofbeldismaður kæmi og myndi berja mig bara af því að ég er með litaðar neglur. Ég var bara í sjokki, af því að ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á Íslandi. Ég er ekki vanur svona framkomu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: