- Advertisement -

Egill Helga í sjokki yfir uppsögn Þórólfs: „Manni er eiginlega hálf brugðið“

Sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er í sjokki eftir að Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði upp störfum sem sóttvarnalæknir. Egill á eftir að sakna læknisins í embætti og segir íslensku þjóðina standa í mikilli þakkarskuld við Þórólf.

Þetta kemur fram í færslu Egils á Facebook:

„Manni er eiginlega hálf brugðið. Við stöndum í þakkarskuld við Þórólf. Hann hefur leitt okkur á farsælan hátt gegnum kóvíð, þykist aldrei hafa öll svörin, er ekki of fullyrðingasamur, tekur mið af þeim upplýsingum sem honum berast, og nú þegar pestin hefur gengið verulega niður sýnist manni að flestar ákvarðanir hans hafi reynst vera farsælar. Þetta hefur verið feiknarlega erfitt og ábyrgðarmikið starf – svo maður er ekki hissa á því að hann kjósi að draga sig í hlé,“ segir Egill.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: