- Advertisement -

Einar um verkföll Eflingar; „pólitísk taktík nýsósíalistanna“

Einar Kárason skrifar til varnar borgarstjóra:
Vöðum í vinstrimeirihlutann í Reykjavík! Og samfylkingarmanninn sem þar er í forystu. Sýnum þá sem stéttsvikara og hatursmenn láglaunafólks, það mun skila okkur árangri í næstu kosningum.

Einar Kárason, rithöfundur og varaþingmaður, skrifar á Facebook um átök láglaunafólks í Reykjavík og borgarstjórnar.

Einar skrifar: „En einhvernveginn blasir samt við að hér sér pólitísk taktík nýsósíalistanna í gangi. Og að hún sé þessi: Vöðum í vinstrimeirihlutann í Reykjavík! Og samfylkingarmanninn sem þar er í forystu. Sýnum þá sem stéttsvikara og hatursmenn láglaunafólks, það mun skila okkur árangri í næstu kosningum.“

Og hann skrifaði: „En einhvernveginn blasir samt við að hér sér pólitísk taktík nýsósíalistanna í gangi. Og að hún sé þessi: Vöðum í vinstrimeirihlutann í Reykjavík! Og samfylkingarmanninn sem þar er í forystu. Sýnum þá sem stéttsvikara og hatursmenn láglaunafólks, það mun skila okkur árangri í næstu kosningum.
(Annar partur af sömu taktík er sú að úthrópa alla sem ekki þora öðru en að vera „okkur“ sammála sem auðvald, hrokagikki og afætur. En þá það.“

Í kringum 2-3 % af vinnumarkaðnum.

Grein Einars byrjar á upprifjun: „Í fyrra þegar kjarasamningar voru lausir og allt stefndi í verkföll voru komnir ofurróttækir foringjar í Eflingu og VR og fleiri félög sem sögðust ætla í glerhart og heimtuðu 40 – 50 % hækkun. Sjálfur sat ég þá fáeinar vikur á þingi og fann þar mjög fyrir spennunni og óvissunni; ef færi allt í verkföll og ósveigjanlegar kröfur yrði ástand mjög eldfimt pólitískt og samfélagslega – sérstaklega voru stjórnarþingmenn á nálum. En svo! Áður en nokkuð hafði farið af stað voru undirritaðir „hófsamir“ samningar um lágar prósentur en betri lífskjör, mjög í anda Þjóðarsáttar (sem nú er úthrópuð sem stéttasamvinna og svik) – Lífskjarasamningar! Og maður fékk á tilfinninguna að hinir ofurróttæku hefðu bara lyppast niður. Síðan hafa lífskjarasamningarnir verið fyrirmyndin fyrir alla launahópa, þar til nú að í einu sveitarfélagi landsins á að láta sverfa til stáls! (Í kringum 2-3 % af vinnumarkaðnum). Þar á að vaða í hörð átök, stoppa leikskóla og sorphirðu og samgöngur og flest annað, ef ekki fást 40% hækkanir lægstu launa. Gott og vel, allt það fólk sem fengi þá hækkun er meira en vel að henni komið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: