- Advertisement -

Einrofa bakland Jóns Gunnarssonar

„…að þau taki ekki mark á for­sæt­is­ráðherra sem finnst raf­byssu­málið vera mik­il­vægt stjórn­ar­mál­efni sem ætti að ræða nán­ar.“

Björn Leví Gunnarsson.

„Í síðustu viku stóðu rík­is­stjórn­in og þing­menn henn­ar, öll sem ein, á bak við verk dóms­málaráðherra. Þó að van­traust­stil­lag­an sem Pírat­ar, Sam­fylk­ing­in, Viðreisn og Flokk­ur fólks­ins lögðu fram hafi grund­vall­ast á því að dóms­málaráðherra fyr­ir­skipaði Útlend­inga­stofn­un að af­henda Alþingi ekki gögn, og braut með því gegn upp­lýs­inga­skyldu sinni gagn­vart þing­inu, þá hljót­um við óhjá­kvæmi­lega að horfa á þá sam­stöðu í stærra sam­hengi,“ segir í nýrri Moggagrein Björns leví Gunnarssonar Pírata.

„Þó að brotið gegn upp­lýs­inga­skyld­unni sé eitt og sér nægt til­efni til van­trausts – í öll­um þróuðum lýðræðis­ríkj­um í heim­in­um nema á Íslandi – þá eru mörg önn­ur mál sem ættu að leiða til van­trausts gagn­vart dóms­málaráðherra. Raf­byssu­málið er gott dæmi. Ef stjórn­ar­liðar treystu dóms­málaráðherra þrátt fyr­ir brot gegn upp­lýs­inga­skyldu sinni þá treysta þau einnig ráðherra þrátt fyr­ir sam­ráðsleysi um mik­il­væg stjórn­ar­mál­efni. Það hlýt­ur þá að þýða að þau taki ekki mark á for­sæt­is­ráðherra sem finnst raf­byssu­málið vera mik­il­vægt stjórn­ar­mál­efni sem ætti að ræða nán­ar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: