- Advertisement -

Eitt sem ég skil ekki við talninguna í NV

Marinó G. Njálsson skrifaði:

Staðreyndin er að einhver átti við niðurstöðu talningarinnar og breytti tölum, þannig að þær stemmdu við að 17.666 atkvæði höfðu verið talin, þ.e. tveimur atkvæðum færra en í raun og veru voru talin.

Sagt er að vegna mistaka þá hafi verið gefið upp að atkvæðatalan 17.666 í staðinn fyrir 17.668. Skýring er að eitt atkvæði frá Ísafirði hafi verið bætt í kjörkassa sem búið var að útbúa fylgiskjal með og í staðinn fyrir að leggja það atkvæði við atkvæði frá kjörstöðum í bókhaldinu, þá var það dregið frá. Sem sagt reikniskekkja, ekki að atkvæðum hafi í raun og veru fjölgað.

Að atkvæðin hafi verið 17.666 kemur ekki heim og saman við að taldir seðlar hefðu í báðum talningum átt að vera 17.668, sem þar með var samtala allra lista, auðra seðla og ógildra. Mistökin breyttu því ekki hve mörg atkvæði komu frá Ísafirði, heldur er eingöngu um „excel-villu“ að ræða. (Veit svo sem ekkert hvort notað var excel, einhvað annað forrit eða handreikningur.)

Hvernig getur þá staðið á því, að í seinni talningunni bætast tvö atkvæði við í talningunni? Hvaðan komu þessi atkvæði í seinni talningunni sem ekki voru í þeirri fyrri? Hvar voru þessi atkvæði í fyrri talningunni? Að einhver hafi fært inn ranga tölu frá Ísafirði í fyrri talningunni, breytir ekki því að 17.668 atkvæði voru til staðar í fyrri talningunni.

Borgarnes:

Við þetta koma upp þær spurningar: 1) Hver lagfærði tölurnar svo þær stemmdu? 2) Hvernig voru tölurnar „lagfærðar“?

Eina skýringin á þessu er að einhver hafi lagað tölur í fyrri talningunni, þannig að samtala atkvæða allra lista, auðra og ógildra atkvæða stemmdi við „excel-villuna“ upp á 17.666 atkvæði í staðinn fyrir raunverulegan fjölda atkvæða sem var 17.668.

Við þetta koma upp þær spurningar: 1) Hver lagfærði tölurnar svo þær stemmdu? 2) Hvernig voru tölurnar „lagfærðar“?

Höfum það alveg á hreinu, að það voru 17.668 atkvæði talin í fyrri talningunni, því það var sá fjöldi atkvæða sem kom upp úr kjörkössunum. Ég er nokkuð viss um að talningarblöð staðfesti þetta. Svo segir „excel“ að atkvæðin eigi bara að vera 17.666 og var þá fjöldi auðra seðla bara lækkaður um tvo eða voru að atkvæði D lista sem þannig fækkaði eða einhvers annars lista.

Það sem skiptir hér megin máli er að það fundust ekki tvö atkvæði, heldur uppgötvaðist skekkja í yfirfærslu upplýsinga um greidd atkvæði á Ísafirði. Atkvæðin voru alltaf meðal þeirra sem voru talin. Staðreyndin er að einhver átti við niðurstöðu talningarinnar og breytti tölum, þannig að þær stemmdu við að 17.666 atkvæði höfðu verið talin, þ.e. tveimur atkvæðum færra en í raun og veru voru talin.

Greinina birti Marinó á Facebooksíðu sinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: