- Advertisement -

Fjölmiðlaherinn, veiran og Trump

Davíð Oddsson heldur áfram kosningabaráttunni fyrir Donald Trump. Rétt eins og Íslendingar velji forseta þar vestra. Varla les hinn almenni kjósandi þar Moggann. Eða hvað?

Í Reykjavíkurbréfi morgundagsins segir meðal annars:

„Miðað við fyrirferð veirufársins og hversu hratt og óvænt það barst um heiminn allan má líta svo á að „viðbragðsaðilar“ hafi haft svipað tóm til aðgerða og einstaklingar í ófyrirséðu umferðarslysi. Og þeir hafa ekki í öllum tilvikum ratað rétt í hverju og einu en mesta furða hversu vel baráttan hefur þó tekist víða.

Það vantaði þó ekkert upp á að leitin að sökudólgum hæfist á fyrsta degi. Hvað verst hefur þetta verið í Bandaríkjunum þar sem fjölmiðlaherinn, sem er nánast allar á annarri hliðinni, hefur lagt allt út á versta veg, svo vekur undrun þeirra sem fylgjast með. Þó skiptir öllu hver á í hlut. Jafnvel spírur með allt niðrum sig eru varðar lengur en stætt er.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sagt hefur verið að í stríði falli sannleikurinn fyrstur. Í þessu stríði um veiruna hafa virðulegir fjölmiðlar veitt sjálfum sér svöðusár, sem kannski munu gróa, en örin verða lengi sýnileg lýðnum til viðvörunar.“

Í skrifunum gætir mikils sárinda. Það er vont að tapa. Svo ekki sé talað um að tapa fyrir Joe Biden. Aumara getur það ekki, ef mið er tekið af þessum skrifum og öðrum á sama stað, í sama blaði.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: