- Advertisement -

Nei, Guðmundur Franklín Jónsson

„Ég bjóst nú ekki við tveggja stafa tölu en nóttin er ung og ég vonast til að þetta fari aðeins upp en ég er mjög ánægður,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson í kosningasjónvarpi RÚV í gærkvöldi.

Guðmundur Franklín sagði að loknum kosningum að hann hafi ekki búist við að fara yfir tíu prósenta fylgi. Sem hann gerði ekki. En til hvers var framboðið ef væntingarnar voru ekki meiri en þessar? Til hvers?

Til hvers var þjóðin kölluð á kjörstaði, til hvers var efnt til alls þess kostnaðar, sem þarf til, til hvers var allt þetta ef væntingar frambjóðandans voru ekki meiri eða merkilegri en Guðmundur Franklín hafði?

Þetta er eitt allsherjar rugl. Frá upphafi til enda. Framboði verður að fylgja meiri alvara en þetta. Þjóðin var misnotuð. Lýðræðið var misnotað. Þetta var asnalegt og óþarft með öllu.

Niðurstaðan af þessu öll er samt sú að kosningar voru með öllu óþarfar.

Auðvitað má fólk bjóða sig fram til forseta. Það er allt annað mál. Fólk verður þá sjálft að hafa væntingar um árangur í kosningunum, ekki aðeins vonast eftir að ná tíu prósenta fylgi.

Ég ætla ekki að hringja í minn ágæta kunningja Guðmund Franklín Jónsson. Ég ætla að giska á að næst reyni hann að komast í framboð fyrir Miðflokkinn. Takist Guðmundi það er víst að talsverð breyting yrði á þingliði Sigmundar Davíðs. Guðmundur Franklín er nefnilega húmoristi.

Staða Guðna Th. Jóhannessonar breyttist ekkert við kosningarnar. Fólk er sátt og ánægt með forsetann og hvernig hann sinnir embættinu.

Niðurstaðan af þessu öll er samt sú að kosningar voru með öllu óþarfar. Það er ástæðulaust að hafa svo mikið fyrir því að kanna hvort Guðmundur Franklín slefi yfir tíu prósentin eða ekki. Sem hann gerði alls ekki.

sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: