- Advertisement -

Ekki næst í Bjarna vegna hvalamálsins

Það er oft sagt að límið í ráðherra­stól­un­um sé sterkt.

Bergþór Ólason.

„Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins læt­ur hins veg­ar ekki ná í sig og þegir þunnu hljóði þegar kem­ur að ólög­mætri aðför mat­vælaráðher­ranns að sjálf­bærri nýt­ingu auðlinda. Hann þegir þunnu hljóði og von­ar ör­ugg­lega innst inni að þessi umræða hljóti al­veg að fara að klár­ast – hann þurfi ekki að taka af­stöðu, hann þurfi ekki að taka stöðu með fólk­inu í land­inu gagn­vart ger­ræði vinstri grænna og hann þurfi ekki að standa með at­vinnu­líf­inu. Það er af sem áður var þegar Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var flokk­ur at­vinnu­lífs og ein­stak­lings­ins og barðist fyr­ir far­sæld þjóðar,“ skrifar Bergþór Ólason Miðflokki í Mogga dagsins.

„Það er oft sagt að límið í ráðherra­stól­un­um sé sterkt – en þegar kem­ur að Sjálf­stæðis­flokkn­um og Fram­sókn­ar­flokkn­um er það sterk­ara en sjálf­bær og lög­leg nýt­ing auðlinda við Ísland, sterk­ara en stjórn­ar­skrár­var­in at­vinnu­rétt­indi og sterk­ara en hags­mun­ir fólks­ins í land­inu. Þá vit­um við það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: