- Advertisement -

Ekki þrautalaust að komast úr VG

Gunnar Smári skrifar:

Katrín hefur sjálf lýst þessari þróun, sagt það vera þroskamerki hreyfingar að finna sér nýja grasrót. Ég man ekki orðalagið en þetta var merkingin, maður sá fyrir sér geimskip í leit að nýrri plánetu að rányrkja.

En það er þetta með fjölda félaga. Björg Eva talar eins og bankastjóri sem er að verjast áhlaupi, kannast ekkert við að hirslur bankans séu að tæmast. 16. feb. 2018 birti VG tilkynningu um að fjöldi félaga hefði rofið sex þúsund múrinn, væru orðnir 6010. Þessi tilkynning var augljóslega ætlað að vera merki um að flokkurinn væri búinn að jafna sig á reiðibylgju vegna stjórnarsamstarfs við Bjarna Benediktsson og auðvaldið. Framundan voru borgarstjórnarkosningar og hætta á að kjósendur flokksins myndu refsa honum. Sem þeir og gerðu. Hreyfingin sem nýlega hafði sent frá sér yfirlýsingu um metfjölda félaga galt afhroð; féll úr 8,3% atkvæða í 4,6%, missti 45% af kjósendahópnum.

En ef það er rétt að 6010 hafi verið í flokknum snemma árs 2018 og ef þeir eru 5517 í dag eins og Björg Eva segir; þá hafa 493 yfirgefið flokkinn síðasta tvö og hálft árið. Það eru um 8% flokksmanna. Eins og kunnugt er er það þrautinni þyngra að komast út úr stjórnmálaflokkum, hjá VG verður fólk að senda úrsögn úr sama póstfangi og það skráði hjá flokknum. Svo það má vera að þarna sé stærri bylgja á ferðinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: