- Advertisement -

Engin lög um rekstur smálánafyrirtækja

„Innheimta allt að 648 prósenta vexti. „Svo virðist sem smálánafyrirtæki leitist við að fara fram hjá ákvæðum laga um neytendalán um hvað teljist falla undir árlega hlutfallstölu kostnaðar.“

„Engin lög gilda um reksturinn sjálfan, ekki þarf að sækja um starfsleyfi eða uppfylla tilteknar skipulagskröfur.“ Þetta er að finna í greinargerð með nýju lagafrumvarpi um smálánafyrirtækin.

„Með frumvarpi þessu er lagt til að komið verði böndum á starfsemi smálánafyrirtækja með því að setja sérlög um starfsemina þar sem settur verði skýr rammi og tryggt að aðeins þeir aðilar geti fengið starfsleyfi sem uppfylla tiltekin skilyrði og starfi á grundvelli laga um neytendalán um árlega hlutfallstölu kostnaðar.“

„Mikil umræða hefur verið bæði hérlendis og í nágrannalöndum okkar um skaðsemi þessara lána. Bæði hagsmunaaðilar og eftirlitsaðilar á neytendamarkaði hafa lýst yfir miklum áhyggjum af uppgangi smálánafyrirtækja hér á landi enda er um að ræða lán á okurvöxtum, allt að 648% árleg hlutfallstala kostnaðar, sem markaðssett eru sérstaklega fyrir ungt fólk sem höllum fæti stendur og þá sem hafa lítið á milli handanna. Smálánin falla undir lög um neytendalán og hefur Neytendastofa ítrekað þurft að grípa inn í vegna starfshátta smálánafyrirtækjanna á grundvelli þeirra laga og beitt fyrir sig stjórnvaldssektum. Þær ráðstafanir hafa ekki borið árangur. Svo virðist sem smálánafyrirtæki leitist við að fara fram hjá ákvæðum laga um neytendalán um hvað teljist falla undir árlega hlutfallstölu kostnaðar.

Flutningsmenn frumvarpsins eru Oddný G. Harðardóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Ólafur Ísleifsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Silja Dögg  , Gunnar Bragi Sveinsson og Þorsteinn Víglundsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: