- Advertisement -

Enginn veit hvort, hvenær og hvernig verður hægt að vinda ofan af þessu

Eftirfarandi fréttaskýring er tekin af Facebooksíðu Gylfa Magnússonar hagfræðings við Háskóla Íslands.

„Þetta hefur legið fyrir sem óleyst vandamál í áratug. Seðlabankar á vesturlöndum lækkuðu vexti niður í nánast ekki neitt hver á fætur öðrum í upphafi kreppunnar. Annars vegar var það gert til að hindra lausafjárskort í bankakerfinu, það var opinbera skýringin. Hins vegar var tilgangurinn að keyra upp eignaverð, m.a. til að draga úr útlánatöpum (sagan á Íslandi er allt önnur enda hrundi bankakerfið í upphafi kreppunnar).

Það tókst, m.a. með þeim afleiðingum að hlutabréfaverð rauk upp víða og niðursveiflan í fasteignaverði snerist við. Auk þess örvaði þetta hagvöxt eða minnkaði samdrátt. Fyrir nokkrum vikum var hlutabréfaverð á vesturlöndum, sérstaklega Bandaríkjunum, hærra en nokkurn tíma áður, sem hlutfall af hagnaði fyrirtækja. Sögulega séð endar slík staða alltaf með því að hlutabréfaverð lækkar, jafnvel hrynur, það er hins vegar illmögulegt að tímasetja lækkunina.

Forsagan er raunar lengri því að þegar netbólan sprakk um aldamótin var gripið til sömu ráða sem átti sinn þátt í því að búa til nýja bólu, sem sprakk 2008. Nú þýða allar tilraunir – eða væntingar um tilraunir – til að hækka vexti nánast sjálfkrafa lækkun á eignaverði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Annar flötur á stöðunni er að efnahagsreikningar helstu seðlabanka heims eru barmafullir af eignum sem bankar hafa afhent þeim í skiptum fyrir lánsfé. Þannig var samanlagður efnahagsreikningur bandaríska, evrópska og japanska seðlabankans um 4 þúsund milljarðar Bandaríkjadala um mitt ár 2008 en var 14,5 þús. nú í september.

M.ö.o. þessir þrír seðlabankar eru búnir að dæla meira en 10 þúsund milljörðum dala út í fjármálakerfið – og talan fer enn hækkandi, bæði hjá ECB og BOJ (féð fer reyndar ekki langt, það fer jafnharðan aftur inn á reikninga í seðlabönkunum en það er enn önnur saga). Það veit enginn hvort, hvenær og hvernig verður hægt að vinda ofan af þessu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: