- Advertisement -

Er barnamálaráðherrann í vafa?

Flóttabörn í Grikklandi. Skjáskot ruv.is.

„Það kann að vera ákveðinn vafi á því að þau njóti þeirra réttinda sem þau eiga réttindi á í Grikklandi.“

Þetta er ein tilvitnun í Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra í fréttum sjónvarps í gærkvöld.

Ætli ráðherrann þurfi að fá úr því skorið hvort börnin njóti sjálfsagðra réttinda áður hann kýs að gera eitthvað varðandi óvissu þeirra barna sem kalt ríkisvaldið vill senda til „helvitis“ á jörðu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er frétt um ráðherrann og viðbrögð hans, fengin á ruv.is.

Unnið er að því í þremur ráðuneytum að breyta reglum þannig að börn á flótta verði ekki send til Grikklands. Barnamálaráðherra vonast til þess að breytingin komi til framkvæmda á næstu dögum. Brýnt sé að börn séu aðeins send þangað sem unnt er að tryggja þeim þar þá þjónustu sem þau eigi rétt á.

Margir hafa mótmælt því að sex manna fjölskyldu frá Írak hafi verið synjað um alþjóðlega vernd hér. Til stendur að senda fjölskylduna til Grikklands en aðstæður flóttafólks þar hafa verið harðlega gagnrýndar.

„Nú erum við búin að fá svona mál upp nokkrum sinnum á yfirstandandi ári og það er auðvitað þannig að við viljum sem íslenskt samfélag leggja áherslu á það að setja börn í fyrsta sæti,“ segir Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra (B).

Hann bendir á að fjölskyldan frá Írak hafi fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Börnum séum tryggð ákveðin réttindi með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 

„Það eru auðvitað aðstæður þarna núna sem bæði vegna aðstæðna á landamærunum og hugsanlega vegna kórónaveirunnar sem gerir það að verkum að það kann að vera ákveðinn vafi á því að þau séu að njóta þeirrar þjónustu sem þau eiga rétt á í Grikklandi.“ segir Ásmundur.

Hann hefur ásamt forsætisráðherra og dómsmálaráðherra skoðað hvernig megi bæta úr þessu.

„Ég á von á því að við sjáum einhverjar aðgerðir á næstu dögum en ekki bara gagnvart þessari fjölskyldu heldur börnum sem eru í sambærilegri stöðu,“ segir Ásmundur.

Þetta kunni að kalla á breytt verklag eða lagabreytingar. Brottvísun írösku fjölskyldunnar hefur verið frestað vegna breytinga á boðleiðum í stjórnkerfi Grikklands. Ásmundur segist ekki geta svarað því hvort fyrirhugaðar breytingar verði komnar til framkvæmda áður en að brottvísun kemur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: