- Advertisement -

Er Florin aðeins vara á markaði?

„Það er svo kalt og ég bý í húsnæði þar sem ofnarnir eru bilaðir og það næðir í gegnum gluggana.“ „Höfnum mannfyrirlitningu arðránsins og stöndum með Florin í baráttunni fyrir efnhagslegu réttlæti!“

Sólveig Anna: „Ég veit allavega hvað mér finnst og ég einfaldlega krefst þess að Florin fái að njóta þeirra réttinda og þeirrar virðingar sem hann sannarlega á skilið. Höfnum mannfyrirlitningu arðránsins og stöndum með Florin í baráttunni fyrir efnhagslegu réttlæti!“

Florin Tudor er Rúmeni og starfar sem verkamaður í byggingavinnu. Hann er íEflingu. Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir spyr:

„Hvað finnst ykkur: Er Florin aðeins vara á markaði, eins og kapítalistar vilja að hann og aðrir meðlimir hinnar alþjóðlegu verkalýðsstéttar séu skilgreind, svo það sé auðveldara að níðast á þeim eða teljum við að allt fólk fæðist með óumdeilanlegan rétt til að lifa frjálst undan kúgun og arðráni gróðasjúkra grimmdarseggja?
Ég veit allavega hvað mér finnst og ég einfaldlega krefst þess að Florin fái að njóta þeirra réttinda og þeirrar virðingar sem hann sannarlega á skilið.
Höfnum mannfyrirlitningu arðránsins og stöndum með Florin í baráttunni fyrir efnhagslegu réttlæti!“

Alda Lóa Leifsdóttir talaði við Florin, sem einn af fólkinu í Eflingu og hún tók einnig myndina af honum. Viðtalið Öldu Lóu fer hér á eftir.

„Ég vann á Ítalíu í tíu ár. Í verksmiðju, byggingarvinnu og ég var líka bílstjóri. Það er svo auðvelt fyrir Rúmena að aðlagast ítölsku samfélagi, við eigum svo auðvelt með tungumálið, það er svo mikill skyldleiki á milli rúmensku og ítölsku. Ég bjó og starfaði á norður Ítalíu, í Mílanó og Lombardi. Ég myndi helst vilja flytja þangað aftur og þá með fjölskylduna með mér. Til þess að það verði að veruleika þarf ég að safna og eiga sjóð, ég verð að byrja á því að finna vinnu og húsnæði og koma okkur fyrir.
Hingað til Íslands kom ég fyrir nokkrum vikum og réð mig í byggingarvinnu í gegnum starfsmannaleigu. Við vinnum tíu tíma á dag og sex tíma á laugardögum. Ég er með 1.600 krónur á tímann í dagvinnu og 2.600 krónur í yfirvinnu. Ég er svo nýkomin hingað og óöruggur með allt. Ég hef verið lasinn upp á síðkastið, það er svo kalt og ég bý í húsnæði þar sem ofnarnir eru bilaðir og það næðir í gegnum gluggana.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: