- Advertisement -

Er lífeyriskerfið of frekt til fjárins?

Það sem toppar svo vitleysuna er að þeir sem hafa lægstu réttindin úr lífeyriskerfinu eru þeir sömu og lenda hvað verst í skerðingum almannatrygginga.

„Hvernig gengur sú formúla upp að fjölga fólki á vinnumarkaði með starfgetumati og hækkun lífeyristökualdurs á meðan störfum fækkar í bland við fólksfjölgun?“

Þannig skrifar Ragnar Þór Ingólfsson,, formaður VR, og heldur áfram:

„Það er margt sem bendir til þess að lífeyriskerfið sé orðið of frekt til fjárins. Geta okkar til bæta lífskjör almennings frá degi til dags verður erfiðari þar sem sífellt hærra hlutfall af launum og hærri launatengd gjöld renna til sjóðanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Innlendar eignir lífeyrissjóðanna eru um 3.500 milljarða.

Einnig má spyrja hvort há ávöxtunarkrafa sjóðanna hafi neikvæð áhrif á lífsgæði heildarinnar. Innlendar eignir lífeyrissjóðanna eru um 3.500 milljarða. Í gegnum vexti á lánum til almennings og fyrirtækja og arðsemiskröfu á verðbréf þurfa lífeyrissjóðirnir að ná 3,5% ávöxtun sem þýðir 122,5 milljarðar á ári, að raunvirði, út úr íslensku hagkerfi.

Það er einnig ljóst að sjóðirnir halda uppi vaxtagólfi í bland við óþarfa áhættusækni þegar innbyggð ávöxtunarkrafa kerfisins er of há og í sannanlegri mótsögn við tilganginn.

Í grunninn elur lífeyriskerfið á innbyggðri mismunun í réttindasöfnun vegna mismunandi hlutfall örorku, kynjasamsetningar og lífaldurs ákveðinna starfsstétta. þar sem starfsstéttir er skyldaðar til greiðslu í ákveðna sjóði á meðan aðrir geta greitt í frjálsa sjóði, sem nýta sér glufur í lögum til að auka séreign á kostnað „samtryggingar“ og almannatrygginga.

Lífeyrisréttindi byggja á hlutfalli meðallauna yfir starfsævina þannig að hálaunamaður fær sama hlutfall af sínum svimandi ævitekjum og verkakonan sem varla gat lifað af sínum.

Hvaða samtrygging er í því?

Þegar kemur að lífeyri er mun líklegra að hálaunamaðurinn hafi komið yfir sig skuldlausu þaki á starfsævinni og þurfi því minna til að lifa öfugt við þau sem lægst höfðu launin.

Það sem toppar svo vitleysuna er að þeir sem hafa lægstu réttindin úr lífeyriskerfinu eru þeir sömu og lenda hvað verst í skerðingum almannatrygginga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: