- Advertisement -

Faglegt eða pólitískar sporslur?

Túristi birtir frétt um nýja stjórn Isavia. Þar kemur fram að hér tíðkast að flokkarnir tilnefni stjórnarmenn, hver fyrir sig. Þessu er varið á annan veg í öðrum löndum, einsog fram kemur í fréttinni. Þar er leitast við að fá kunnáttufólk til stjórnarsetu.

„Hvort það fólk sem skipar nýja stjórn Isavia myndi uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfsbræðra þeirra í Noregi og Svíþjóð skal ósagt látið. En stjórnina skipa Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, og er hann fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Frá Framsókn kemur Matthías Páll Imsland, fyrrum aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, en honum var vikið úr því starfi árið 2011. Ingimundur og Matthías hafa setið í stjórn Isavia síðustu fjögur ár. Nýju stjórnarmeðlimirnir eru Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins og systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Valdimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík, frá VG og Eva Pandora Baldursdóttir, fyrrverandi þingkona Pírata,“ segir í upplýsandi frétt á turisti.is.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: