- Advertisement -

Fátækt fólk deyr ótímabærum dauða

Svandís: „Nú er staðan þannig að húsnæðiskostnaður er langt fram úr því sem eðlilegt getur talist. Það er fjöldinn allur af Íslendingum sem býr við ófullnægjandi húsnæðisaðstæður sem eru beinlínis heilsuspillandi.“

„Rannsóknir benda til þess að banamein þeirra fátæku séu oft veikindi og sjúkdómar sem auðvelt er að koma í veg fyrir. Þau eru að deyja úr sjúkdómum sem hefði verið auðvelt að lækna ef þau hefðu skilað sér inn í læknismeðferð,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi í dag.“

Þar vitnaði hann til breskrar rannsóknar.

„Ég segi fyrir mitt leyti að það er grafalvarlegt mál ef einhverjir geta ekki leita sér læknishjálpar vegna fátæktar og það bitnar svo illa á þeim að þeir deyja úr sjúkdómum sem mjög auðvelt væri að lækna ef þeir skiluðu sér inn. Það segir sig sjálft, og ég hef því miður orðið var við það, að hjá þeim sem lifa við fátækt í dag er læknisþjónusta ekki í 1., ekki í 2. og ekki í 3. sæti. Í 1., 2. og 3. sæti er að lifa af, hafa í sig og á,“ sagði þingmaðurinn.

Svandís Svavarsdóttir svaraði Guðmundi Inga meðal annars svona:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þingmaðurinn nefnir hér almenn félagsleg skilyrði, ef svo má segja, sem gera það að verkum að fólk situr uppi með það að forgangsraða heilbrigðisþjónustu neðar á listann en ella væri ef ekki væri við fátækt að etja.

Nú er staðan þannig að húsnæðiskostnaður er langt fram úr því sem eðlilegt getur talist. Það er fjöldinn allur af Íslendingum sem býr við ófullnægjandi húsnæðisaðstæður sem eru beinlínis heilsuspillandi og hafa áhrif á daglegt líf og þar með lífsgæðin og möguleika á því að halda heilsu og byggja hana upp sé hún ekki eins og best verður á kosið. Ég vil segja það hér undir þessum lið að ég er að skoða það með hvaða hætti best sé að nýta þessar 400 milljónir á árinu 2019 og ég vonast til þess að geta greint þinginu frá því mjög fljótlega. Meginmarkmið mitt þar er að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: