- Advertisement -

Fátækt fólk eignast fá börn

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og formaður borgarráðs, Þórdísi Lóa Þórhallsdóttir, voru gestir Morgunvaktarinnar fyrir augnabliki. Umræðuefnið var hversu dregið hefur úr barneignum. Báðar eru þær í ábyrgðarstörfum.

Lilja Rafney taldi margt vera ógert til að auka barneignir. Hún sagði lág laun koma í veg fyrir barneignir. Fátækt fólk láti ekki eftir sér að eignast börn þegar launin duga ekki til framfærslu. Lilja sagði að ekki sé hægt að segja að þetta reddist. Það verði að hækka lægstu laun.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði borgina geta margt gert sem geti hvatt til barneigna. Hún vill fjölga leikskólum, hafa þá opna frá sjö að morgni til sjö að kvöldi. „Við höfum ekkert að gera með tóma leikskóla,“ sagði Þórdís Lóa um þörfina á að fjölga starfsfólki á leiksólunum.

Aðspurð um launabaráttu láglaunakvenna sagði hún að það verði að „stapílatettar“ launin. Hún vildi ekki ræða frekar um hina hörðu baráttu borgaryfirvalda gegn láglaunakonum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þórdís Lóa bar saman skilyrði foreldra hér og í Finnlandi, þar sem var og starfaði í áraraðir, og sagði okkur standa Finnum langt að baki.

Þær voru sammála um að láglaunakonurnar afli ekki tekna fyrir framfærslu. Lilja Rafney sagði að í þingflokki VG sé mikið rætt um þessi mál og þar verði barist til að ná fram í ríkisstjórninni.Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: