- Advertisement -

Ferðaþjónustan er helsta ógnin

„Víða glíma flugfélög við rekstrarerfiðleika,“ segir Seðlabanki Íslands.

Seðlabankinn: „Samkeppni í flugi hefur aukist undanfarin misseri og hefur hún meðal annars birst í því að flugfélög hafa ekki hækkað fargjöld þrátt fyrir talsverða hækkun olíuverðs sl. mánuði.“

„Áhættan í fjármálakerfinu er enn hófleg en hefur aukist. Helsta uppspretta áhættu tengist fasteignamarkaði og ferðaþjónustu. Hægt hefur á vexti ferðaþjónustu en áhætta hefur byggst upp með miklum vexti greinarinnar á síðustu árum. Á komandi misserum kemur í ljós hvort áætlanir að baki fjárfestingu í greininni á liðnum árum hafi verið of bjartsýnar. Rekstrarumhverfi ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja hefur harðnað. Komi til bakslags í ferðaþjónustu mun það hafa áhrif á raunhagkerfið og viðskiptabankana.“

Þetta segir í nýjum Fjármálastöðugleika Seðlabankans.

„Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt á síðustu árum. Atvinnugreinin er í dag stærsta einstaka útflutningsatvinnugrein þjóðarbúsins og framboð flugsæta til landsins er lífæð greinarinnar,“ segir Seðlabankinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svartsýnisspá gekk ekki eftir

„Í Fjármálastöðugleika 2018/1 kom fram að teikn væru á lofti um minni tíðni beinna flugferða til og frá landinu. Það hefur hins vegar ekki enn raungerst en miðað við núverandi áætlanir flugfélaganna eru horfur á samdrætti í framboði flugsæta til og frá landinu í vetur, bæði til Evrópu og Ameríku,“ segir bankinn, en svartsýnispá Seðlabankans gekk ekki eftir.

Samkeppni hefur aukist

„Samkeppni í flugi hefur aukist undanfarin misseri og hefur hún meðal annars birst í því að flugfélög hafa ekki hækkað fargjöld þrátt fyrir talsverða hækkun olíuverðs sl. mánuði.“

En afleiðingarnar koma fram: „Víða glíma flugfélög því við rekstrarerfiðleika eins og nýlegt gjaldþrot Primera air, sem annaðist meðal annars leiguflug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur, er dæmi um. Íslensku millilandaflugfélögin hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og glíma bæði við ögrandi rekstrarumhverfi, sem hefur meðal annars birst í taprekstri og versnandi sætanýtingu. Ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. WOW air sótti fé á markað með skuldabréfaútgáfu í september sl. og stefnir á hlutafjárútboð og skráningu á markað á komandi mánuðum.“

Ísland er orðinn einn af dýrustu áfangastöðum í Evrópu enda raungengi krónunnar hátt í sögulegu samhengi. Ferðamönnum fjölgar nú töluvert hægar en undanfarin ár.

Ísland með þeim dýrustu

Ísland er orðinn einn af dýrustu áfangastöðum í Evrópu enda raungengi krónunnar hátt í sögulegu samhengi. Ferðamönnum fjölgar nú töluvert hægar en undanfarin ár. Á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði brottförum erlendra ríkisborgara frá Keflavík um 5,5% samanborði við um 28,2% vöxt á sama tíma í fyrra. Svipaða sögu er að segja um fjölda gistinátta útlendinga á hótelum og gistiheimilum sem fjölgaði einungis um 1,7% á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við um 10,9% vöxt á sama tíma í fyrra. Hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar hins vegar hraðar en gistinóttum sem kemur fram í lækkuðu nýtingarhlutfalli. Þó er nýtingin enn góð í alþjóðlegum samanburði. Meðalgreiðslukortanotkun hvers erlends ferðamanns mæld í krónum hefur nánast staðið í stað á milli ára, sé horft framhjá liðnum flugsamgöngur í kortaveltunni.

Bankar lána mikið

Í lok júní 2018 námu útlán stóru viðskiptabankanna til ferðaþjónustu tæplega 10% af heildarútlánum þeirra til viðskiptavina. Dregið hefur úr útlánavexti til greinarinnar að undanförnu og var ársvöxtur útlána til ferðaþjónustu um 13% í lok júní sl., samanborið við um 20% í árslok 2017.1

Á næstu misserum kemur í ljós hvort fjárfest hefur verið um of í greininni. Bankarnir verða að vera undir það búnir að mótaðilaáhætta í greininni raungerist og að til útlánataps geti komi vegna rekstrarvanda einstakra aðila.

Flugfargjöld munu hækka

Eftir mjög kröftugan vöxt ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur dregið hratt úr vexti hennar á síðustu mánuðum. Hátt raungengi er óhagstætt greininni og við það bætist hátt olíuverð sem mun fyrr eða síðar koma fram í hærri flugfargjöldum til landsins. Verði meiri samdráttur í framboði flugsæta til landsins mun það hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Horft fram á veginn getur ferðaþjónustan líklega ekki treyst á tekjuvöxt vegna frekari fjölgunar ferðamanna. Á næstu misserum kemur í ljós hvort fjárfest hefur verið um of í greininni. Bankarnir verða að vera undir það búnir að mótaðilaáhætta í greininni raungerist og að til útlánataps geti komi vegna rekstrarvanda einstakra aðila.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: