- Advertisement -

Fjöldi gamalla og einbreiðra brúa

- mikla peninga vantar til viðhalds og endurnýjunnar á vegakerfinu.

Í þjóðvegakerfinu eru 1.225 brýr og þar af 712 einbreiðar. Um 35 prósent allra brúa eru eldri en 50 ára en um 55 prósent einbreiðra brúa eru eldri en 50 ára.

Mikil þörf er fyrir endurnýjun. Endurstofnverð núverandi brúa er 71 og hálfur milljaarður. Eðlileg viðhaldsþörf er metin tvö prósent sem gerir um 1.400 milljónur á ári. Fjárveitingar undanfarin ár hafa verið langt undir þessu marki.

Árleg hefðbundin viðhaldsþörf vegakerfisins, miðað við eðlilegt ástand, er að mati Vegagerðarinnar um níu og hálfur milljarður. Uppsöfnuð viðhaldsþörf vegna niðurskurðar undanfarinna ára er metin um sextíu milljarðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: