- Advertisement -

Flókið kerfi flækir réttarvernd

Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati lýsti yfir á Alþingi í morgun að þrátt fyrir að hafa lagt sig um að skilja almannatryggingakerfið, en ekki með sérlega góðum árangri; „…því meira sem ég reyni að læra um almannatryggingakerfið, því betur sé ég hversu óheyrilega flókið það er. Það er svo flókið að ég þori að fullyrða að enginn skilji það til hlítar. Þegar svo er búið um málin er réttarvernd skjólstæðinga almannatryggingakerfisins mjög erfið, jafnvel ómöguleg. Þegar við fáum kvartanir frá hæstv. öryrkjum og ellilífeyrisþegum sem oft hafa samband við okkur þingmenn þá langar mann að hjálpa, maður reynir að hjálpa, maður reynir að skilja málin en það er bara mjög erfitt, ef það er þá mögulegt á annað borð. Maður veit ekki hvernig maður á að ráðleggja fólki. Maður veit ekki hvernig maður mundi breyta kerfinu til hins betra. Það að ausa peningum í það held ég að mundi ekki leysa mjög mikið fyrir mjög marga á meðan kerfið er svo óheyrilega flókið.“

Helgi Hrafn hefur af þessu áhyggjur: „Þess vegna langaði mig að vekja athygli á því að ofboðslega flókin kerfi gera réttarvernd mjög erfiða. Þegar við lítum fram á veginn þá er mikilvægt að við höfum það í huga að fólk þarf að skilja að hverju það gengur, það þarf að skilja að hvenær á því er brotið, hvenær einhver mistök haf átt sér stað. Það þarf að vita hvernig það á að bregðast við. Það er ekki hægt á meðan kerfin eru of flókin.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: