- Advertisement -

Flokksfélagar láta forystuna ekki í friði

„Af hverj­um tutt­ugu krón­um sem þú set­ur í þenn­an mála­flokk fer ein króna til hæl­is­leit­enda og nítj­án krón­ur til BSRB-liða (Banda­lag starfs­manna rík­is og bæja).“

Til er félagsskapur sem kallar sig Samtök skattgreiðenda. Ekki er annað að sjá en þar sé búið að gera upp við stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Ben. Vitað er að í samtökunum eru fyrst og síðast flokksfélagar í Sjálfstæðisflokknum.

Mogginn vitnar brattur í sköpunarverk Samtaka skattgreiðenda:

„Útgjöld vegna út­lend­inga­mála hafa vaxið gríðarlega á und­an­förn­um árum. Í nýrri sam­an­tekt Sam­taka skatt­greiðenda kem­ur fram að út­gjöld vegna um­sækj­enda um alþjóðlega vernd hafi farið úr 220 millj­ón­um árið 2012, þegar út­gjöld vegna hæl­is­leit­enda voru fyrst sér­greind í rík­is­bók­haldi, í 20,5 millj­arða á síðasta ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Vöxt­ur­inn sem við sjá­um í þessu er svaka­leg­ur.“

Þá lagði ís­lenska ríkið til 13,5 millj­arða í alþjóðlega þró­un­ar­sam­vinnu á síðasta ári og námu því heild­ar­út­gjöld­in vegna út­lend­inga­mála 34 millj­örðum.“

Í Mogga segir einnig: „Sam­an­tekt­in nær aðeins yfir bein­an kostnað rík­is­ins og því ýmis óbeinn kostnaður sem fell­ur til, bæði áður en um­sækj­andi fær alþjóðlega vernd samþykkta og eft­ir að slík um­sókn er samþykkt, sem ekki er reiknaður inn í heild­ar­töl­una.“

„Þetta er gíf­ur­leg­ur vöxt­ur í út­gjöld­um og við velt­um fyr­ir okk­ur hvort þetta sé eðli­leg ráðstöf­un op­in­bers fjár,“ seg­ir Ró­bert Braga­son, gagna­sér­fræðing­ur Sam­taka skatt­greiðenda við Moggann.

„Af hverj­um tutt­ugu krón­um sem þú set­ur í þenn­an mála­flokk fer ein króna til hæl­is­leit­enda og nítj­án krón­ur til BSRB-liða (Banda­lag starfs­manna rík­is og bæja). Mér finnst mjög ein­falt að skilja hvers vegna þetta er að ger­ast og af hverju það er mik­il mótstaða gegn þessu,“ held­ur hann áfram.

Ró­bert tel­ur að hægt væri að ráðstafa þess­um fjár­mun­um frek­ar í mörg vel­ferðar­mál á Íslandi. „Vöxt­ur­inn sem við sjá­um í þessu er svaka­leg­ur. Fullt af fólki er ekki ánægt með op­in­bera þjón­ustu hér á landi.“ 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: