„Af hverjum tuttugu krónum sem þú setur í þennan málaflokk fer ein króna til hælisleitenda og nítján krónur til BSRB-liða (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja).“
Til er félagsskapur sem kallar sig Samtök skattgreiðenda. Ekki er annað að sjá en þar sé búið að gera upp við stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Ben. Vitað er að í samtökunum eru fyrst og síðast flokksfélagar í Sjálfstæðisflokknum.
Mogginn vitnar brattur í sköpunarverk Samtaka skattgreiðenda:
„Útgjöld vegna útlendingamála hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Í nýrri samantekt Samtaka skattgreiðenda kemur fram að útgjöld vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd hafi farið úr 220 milljónum árið 2012, þegar útgjöld vegna hælisleitenda voru fyrst sérgreind í ríkisbókhaldi, í 20,5 milljarða á síðasta ári.
„Vöxturinn sem við sjáum í þessu er svakalegur.“
Þá lagði íslenska ríkið til 13,5 milljarða í alþjóðlega þróunarsamvinnu á síðasta ári og námu því heildarútgjöldin vegna útlendingamála 34 milljörðum.“
Í Mogga segir einnig: „Samantektin nær aðeins yfir beinan kostnað ríkisins og því ýmis óbeinn kostnaður sem fellur til, bæði áður en umsækjandi fær alþjóðlega vernd samþykkta og eftir að slík umsókn er samþykkt, sem ekki er reiknaður inn í heildartöluna.“
„Þetta er gífurlegur vöxtur í útgjöldum og við veltum fyrir okkur hvort þetta sé eðlileg ráðstöfun opinbers fjár,“ segir Róbert Bragason, gagnasérfræðingur Samtaka skattgreiðenda við Moggann.
„Af hverjum tuttugu krónum sem þú setur í þennan málaflokk fer ein króna til hælisleitenda og nítján krónur til BSRB-liða (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja). Mér finnst mjög einfalt að skilja hvers vegna þetta er að gerast og af hverju það er mikil mótstaða gegn þessu,“ heldur hann áfram.
Róbert telur að hægt væri að ráðstafa þessum fjármunum frekar í mörg velferðarmál á Íslandi. „Vöxturinn sem við sjáum í þessu er svakalegur. Fullt af fólki er ekki ánægt með opinbera þjónustu hér á landi.“