- Advertisement -

Fólk sýnir afgreiðslufólki dónaskap

Starfsfólk í verslun er í hópi þeirra sem halda samfélaginu gangandi.

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar:

Nokkuð hefur borið á því að starfsfólki verslana sé sýndur dónaskapur.

VR hefur borist töluvert af kvörtunum þess efnis. Það er mikilvægt að fólk hafi í huga að allir eru að gera sitt besta í að halda samfélaginu gangandi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við erum að sjálfsögðu áhyggjufull yfir ástandinu og óvissunni. Það skilar sér í þreytu og streitu og sjálfsagt getur verið stutt í pirring. En við megum ekki undir nokkrum kringumstæðum láta það bitna á framlínufólki í verslunum sem leggur heilsu sína undir í að sjá okkur fyrir nauðsynjavörum og annarri þjónustu sem við teljum sjálfsagða á tímum sem þessum.

Starfsfólk í verslun er í hópi þeirra sem halda samfélaginu gangandi.

Komum vel fram við hvort annað og stöndum saman í gegnum þetta og verum dugleg að hrósa.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: