- Advertisement -

Forkastanlegt raðklúður Bjarna Ben

Næsta klúður var að ætla að misbeita löggjafarvaldinu til að taka snúning á eigendum bréfanna, fyrst og fremst lífeyrissjóðum.

Gylfi Magnússon.

„Hef ekki séð þessar tillögur og get því ekki lagt mat á þær en það er góðs viti að sæmileg sátt virðist um þær beggja megin borðs. Saga þessara skuldabréfa er þakin klúðrum sem vonandi verður hægt að læra af,“ skrifaði Gylfi Magnússon, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.

„Fyrsta klúðrið var að fjármagna Íbúðalánasjóð með skuldabréfum sem sjóðurinn gat ekki greitt upp og nota féð til að veita lán sem hægt var að greiða upp. Það er kennslubókardæmi um afleita áhættustjórnun. Fyrir vikið sat sjóðurinn fyrr en varði uppi með skuldir á háum vöxtum og eignir sem skiluðu lágum vöxtum. Næsta klúður var að ætla að misbeita löggjafarvaldinu til að taka snúning á eigendum bréfanna, fyrst og fremst lífeyrissjóðum. Það var einstaklega vond hugmynd og hefði líklega aldrei staðist fyrir dómi en eftir að hún kom fram hefur stór hluti íslenska skuldabréfamarkaðarins verið nánast lamaður. Nú sér vonandi fyrir endann á því,“ skrifaði Gylfi.

Vilhjálmur Þorsteinsson skrifaði:

Tek undir hvert orð. Algjört raðklúður þarna sem hefur kostað bæði stórfé og tiltrú. Hugmyndir Bjarna Benediktssonar um úrlausn málsins með eignaupptöku voru forkastanlegar. En fyrirliggjandi upplegg virðist við fyrstu sýn viðsættanlegt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: