- Advertisement -

Forysta fiskeldis fer gegn forstjóra Hafró

„Innan úr stjórnkerfinu berast nú þau tíðindi að hagsmunagæslumenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna vilji láta sverfa til stáls gegn Sigurði Guðjónssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Í því ljósi má skoða hugmyndir Teits Björns Einarssonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að gerð verði stjórnsýsluúttekt á stofnuninni.“

Einar K. Guðfinnsson og Teitur Björn Einarsson.

Þessi merku tíðindi eru birt á leiðarasíðu Fréttablaðsins í dag. Og þetta er bara rétt að byrja: „Sigurður vill að ekki verði farið of geyst í uppbyggingu á laxeldi í sjókvíum, vegna mögulegra skaðlegra áhrifa á villta laxastofna og nytjastofna í hafinu. Þykir sjókvíaeldismönnum hann þar vera óþægur ljár í þúfu og vilja koma í hans stað manni sem er tilbúinn að greiða götu sjókvíaeldisins.“

Ef satt reynist verður þeirra vilji ofan á. Leikurinn æsist enn: „Það hefur gefist stjórnmálamönnum vel að kyssa hring norsku eldisrisanna, sem eiga sjókvíaeldisfyrirtækin hér við land. Einar K. Guðfinnsson fór til dæmis beint úr stól forseta Alþingis í vellaunað starf sem stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva og Daníel Jakobsson, efsti maður Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, réð sig til starfa hjá Norway Roayl Salmon. Starfið fékk hann í gegnum dótturfélag fyrirtækisins, Arctic Fish. Teitur Björn veit að norsku fyrirtækin líta á árásir hans á Hafró með velþóknun. Það gæti endað einn daginn í þægilegu starf,“ segir á leiðarasíðu Fréttablaðsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: