- Advertisement -

„Fyr­ir ein­hvern mis­skiln­ing virðist Trump flokka sig sem friðar­höfðingja“

Það þarf ekki djúpsál­ar­fræðing til að átta sig á að þeim líður illa og treysta í engu Don­ald Trump.

Hér er kafli úr grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur sem birt er í Mogga morgundagsins.

„Það er ekki hægt að af­saka Don­ald Trump með því að skil­greina hann sem mann sem fari óvenju­leg­ar leiðir eða mann sem hafi unun af að ögra. Hann hef­ur, eins og ekk­ert sé, gjör­breytt ut­an­rík­is­stefnu Banda­ríkj­anna og gert að verk­um að leiðtog­ar þjóða sem áður voru vinaþjóðir Banda­ríkj­anna geta ekki leng­ur treyst Banda­ríkja­stjórn. Það er dap­ur­legt að sjá þjóðarleiðtoga heim­sækja Hvíta húsið, sýna sig á mynd­um með Banda­ríkja­for­seta og reyna að láta eins og ekk­ert sé. Það þarf ekki djúpsál­ar­fræðing til að átta sig á að þeim líður illa og treysta í engu Don­ald Trump. Um leið eru þeir að reyna að halda frið við hann.

Fyr­ir ein­hvern mis­skiln­ing virðist Trump flokka sig sem friðar­höfðingja og legg­ur alla áherslu á að koma á friði í Úkraínu­stríðinu. Í hug­an­um skap­ar hann eig­in heims­mynd sem bygg­ist á órum og sak­ar Úkraínu­menn um að stefna að þriðju heims­styrj­öld­inni með því að verj­ast árás Rússa. For­seti sem tal­ar á þenn­an veg er vit­an­lega ekki í jafn­vægi.

Ekki er hægt að rétt­læta of­sókn­ir Trumps gegn trans­fólki.

Þegar for­seti lands sem kenn­ir sig við frelsi tek­ur síðan að skerða mann­rétt­indi minni­hluta­hópa þá verða menn að staldra við og íhuga vand­lega hvort það geti tal­ist for­svar­an­legt að þegja og láta eins og ekk­ert sé. Don­ald Trump og kón­ar hans elta og ofsækja trans­fólk, eins og þar sé um að ræða stór­hættu­leg­an hóp sem þjóðarör­ygg­is vegna verði að svipta til­veru­rétti. Ekki er hægt að leggja nógu ríka áherslu á hversu skelfi­legt það er þegar stjórn­völd stimpla ákveðna hópa sem óæski­lega og reyna að upp­ræta þá með því að hræða þá og ofsækja. Sag­an geym­ir ógn­vekj­andi dæmi um ein­mitt þetta.

Ekki er hægt að rétt­læta of­sókn­ir Trumps gegn trans­fólki. Stjórn­mála­menn í lýðræðis­ríkj­um virðast marg­ir hugsa sem svo að stund­um borgi sig ekki að blanda sér í mann­rétt­inda­bar­áttu því ekki megi skaða sam­skipti við Banda­ríkja­stjórn meir en orðið er. Þetta er sorg­leg afstaða og því rík­ari ástæða er til að þakka þeim sem neita að þegja.“

Svona er það. Hér er tekið undir hvert orð hjá Kollu. Nú er spurt hvort þeir forystumenn sinna landa sé illa farnir að þrælslund vegna þess hvernig maður situr í Hvítahúsinu nú og næstu ár.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: