- Advertisement -

Gagnrýnir eigin flokksfélaga

„...þurfum að standa okkur miklu betur og stórauka framboð á félagslegu húsnæði og stuðningi við fyrstu kaup ungs fólks.“

„Mér finnst hvorki ríki né sveitarfélög eða aðilar vinnumarkaðarins hafi staðið sig nægilega vel í því að tryggja öruggt húsnæði fyrir venjulegt launafólk undanfarin ár og áratugi. Ástandið á höfuðborgarsvæðinu er út úr kortinu, finnst mér, varðandi leiguverð og verð á húsnæði uppsprengt, sem gerir ungu fólki ókleift að kaupa nema með aðstoð foreldra. Og svo eru það þeir sem geta búið áfram í foreldrahúsum,“ sagði stjórnarþingmaðurinn Lilja Rafney Magnúsdóttir, á Alþingi.

Flokkur Lilju Rafneyjar, Vg er bæði í ríkisstjórn og í meirihluta í borgarstjórn. Gagnrýni hennar er því gagnrýni á hennar eigin flokksfélaga.

„Staðan víða úti á landi er heldur ekki góð. Þar hefur verið húsnæðisskortur og hefur húsnæði kannski ekki verið byggt í marga áratugi. Þar hafa markaðslögmálin áhrif, byggingarverð er hærra en markaðsverðið. Eftir að lög um almennar leiguíbúðir voru samþykkt fór af stað uppbygging slíkra íbúða á þéttbýlisstöðum víða um land þar sem leiguverð á að vera viðráðanlegt. Það er gott. En við þurfum að standa okkur miklu betur og stórauka framboð á félagslegu húsnæði og stuðningi við fyrstu kaup ungs fólks.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: