- Advertisement -

Gatnaþrengingar fyrir 565 milljónir

„Heildarkostnaður við þrengingar og breytingar á Hofsvallagötu, Birkimel, Borgartúni og Grensásvegi hefur kostað útsvarsgreiðendur um 365 milljónir,“ segir í bókun Vigdísar Hauksdóttur.

Ef tölurnar eru lagðar saman er útkoman 565 milljónir, en ekki 365 eins og segir í bókun Vigdísar.

„Í svari umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að kostnaðurinn við Hofsvallagötu hafi verið 25 milljónir, Birkimel 55-60 milljónir og er framkvæmdum ekki lokið þar, Borgartún 280 milljónir og Grensásveg 200 milljónir. Þessi forgangsröðun á fjármagni borgarinnar er óskiljanleg. Þessar þrengingar falla ekki undir lögbundið hlutverk Reykjavíkur og falla ekki undir grunnþjónustu. Til að setja kostnaðinn í eitthvert samhengi þá samsvara þær 365 milljónum eða sem nemur einum nýjum leikskóla.“

Meirihlutafulltrúarnir brugðust við, allir sem einn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar breytingar eru gerðar á götum borgarinnar er gert ráð fyrir öllum ferðamátum. Gangandi, hjólandi, strætó og bílum. Það er liður í því að hvetja til fjölbreyttari ferðamáta sem er eitt helsta markmið í samgönguhluta aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: