- Advertisement -

Getur „nauðsyn“ brotið landslög?

Sanna Magdalena.
Hafð eðlilega rétt fyrir sér. Strætó innheimti húsaleigu af vagnstjórum fyrir starfsmannaleiguna. Launagreiðenda er óheimilt að taka af lanum með þessum hætti.

„Strætó bs. hafnar á­sökunum Sönnu Magda­lenu Mörtu­dóttur, borgar­full­trúa Sósíal­ista­flokksins, um að brotið sé á réttindum og kjörum starfs­manna sinna. Bera fyrir sig að erfitt hafi verið að manna stöður og að frá­drátturinn sé leið sem fyrir­tækið myndi al­mennt ekki kjósa.“

Þetta má haft eftir forstjóra Strætó í Fréttablaðinu. Maðurinn byrjar á að hafna orðu Sönnu Magdalenu, sem hafði unnið fínustu greiningu á framferði Strætó við erlenda vagnstjóra, en segir svo í næstu setningu að Sanna hafi haft rétt fyrir sér í einu og öllu. Punktur basta. Samt er reynt yfirklór að brotið hafi verið á vagnstjórunum sökum þess að þeir áttu svo erfitt að fá vagnstjóra.

„Strætó segir fyrirtækið ekki rukka fyrir húsaleigu í dag í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla. Með yfirlýsingunni fylgir afrit af launaseðlum tveggja erlendra starfsmanna fyrirtækisins sem ráðnir voru í gegnum starfsmannaleiguna Elju.“ Þá er bara að trúa því, er það ekki? Það er ekki eins og forráðamenn Strætó hafi til þessa sýnt sannleikanum endalausa virðingu.

„Þar kemur fram að rukkað hafi verið fyrir húsaleigu upp á 70 og 75 þúsund krónur hjá starfsmönnunum sem um ræðir. Strætó kveðst almennt ekki viljað hafa farið þá leið.“

Einmitt það sem Sanna Magdalena skrifaði og Strætó leyfði sér að hafna.

Í Fréttablaðinu í dag segir forstjori Strætó: Hann segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að draga kostnað þriðja aðila af launum viðkomandi og muni það ekki verða gert aftur. Þá eigi eftir að skoða vandlega hvort þessi leið verði yfirhöfuð farin aftur í framtíðinni.

Hér má sjá hina einstöku frétt Fréttablaðsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: