- Advertisement -

Guðrún auki fylgið í 35 prósent

Guðrún hét sjálf­stæðismönn­um því að auka fylgi flokks­ins á ný til þess sem áður var, kalla nýja fylg­is­menn til liðs við hann og laða fyrri fé­laga aft­ur heim.

Mogginn krefst mikils af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, nýkjörinni til forystu í Sjálfstæðisflokknum, hún er minnt á í leiðar að henni beri að standa við það sem hún sagði í kosningabaráttunni. Að rífa upp fylgið og sækja það fólk sem hefur yfirgefið flokkinn og leitað til Viðreisnar og Miðflokksins. Mogginn reiknar með að erfitt verði að eiga við forystukonur stjórnarflokkanna:

„Þar mun reyna mikið á hinn nýja formann Sjálf­stæðis­flokks­ins, leiðtoga stjórn­ar­and­stöðunn­ar, sem þarf að eiga í fullu tré við mælsku og mála­fylgju þeirra Kristrún­ar Frosta­dótt­ur og Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, í bland við hróp­in í Ingu Sæ­land. Það verður henn­ar stóra prófraun, allt þar til kem­ur að alþing­is­kosn­ing­um, sem eiga ekki að fara fram fyrr en 2028, en gætu hæg­lega brostið á fyrr,“ segir í leiðara dagsins.

Guðrún hét sjálf­stæðismönn­um því að auka fylgi flokks­ins á ný til þess sem áður var, kalla nýja fylg­is­menn til liðs við hann og laða fyrri fé­laga aft­ur heim. Henni verður ef­laust nokkuð ágengt, þó ekki væri nema vegna þess að í nýliðnum kosn­ing­um fór fylgið í sögu­legt lág­mark og leiðin ligg­ur varla nema upp á við. En mæli­kv­arði henn­ar er fyrra jafnaðarfylgi flokks­ins, sem er nær 35% kjör­fylgi. Það verður erfiðara, en eng­an veg­inn hand­an hins mögu­lega fyr­ir dug­lega og sam­henta for­ystu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: