- Advertisement -

Gunnar Bragi: Ræðum um upptökuna

Gunnar Bragi Sveinsson þingdólgur skrifar á Facebook að hann hafi beðið sumt af því fólki sem baktalaði á dónalegan hátt afsökunar. Það er samt bara eitt. Hann leggur ekki til að orðræða þingdólganna verði rætt, heldur leggur hann til að upptakan verði frekar rædd.

Skrif Gunnar Braga fara hér á eftir:

„Afsakið.

Í síðustu viku fóru nokkrir vinir út að skemmta sér og hefðu att að fara fyrr heim og haga sér betur. Fjölmiðlar hafa verið að fjalla um upptöku af samtölum sem féllu þetta kvöld og nótt Ljóst er að ýmislegt miður fallegt og ósatt var sagt í ölæðinu sem biðjast þarf afsökunar á. Ég hef náð í nokkra þeirra sem ég tala um og beðið þá afsökunar á ummælum sem þeir eiga ekki skilið. þeim sem ég hef ekki náð á og ykkur kæru vinir bið ég afsökunar á hegðuninni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við þurfum hins vegar að taka umræðu um það hvort þetta sé sú þróun sem við viljum að upptökur af samtölum fólks, hvort sem það er drukkið eða ekki, séu eðlilegar hvort sem við erum alþingismenn, viðskiptamenn, fjölmiðlamenn eða bara hjón að skemmta sér.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: