- Advertisement -

Halldóru þótti ekki leitt að pirra Bjarna

„Ég vildi geta sagt að mér þætti leiðinlegt að hafa pirrað hæstv. fjármálaráðherra en mér þykir það bara ekkert leiðinlegt,“ sagði Halldóra Mogensen Pírati í þingræðu í apríl í vor. Þá voru efnahagsþrengingar að hellast yfir þjóðina og Halldóra spurði Bjanra:

„Ég vil því spyrja hæstvirtan ráðherra hvort honum finnist ekki eðlileg og sjálfsögð krafa að þingmenn og ráðherrar falli frá þessum launahækkunum sínum.“

Bjarni var ekki í stuði. Alls ekki:

„En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þetta mál hér í þingsal.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni hafði aðeins róast.

Hann rakti breytingar sem hafa verið gerðar á fyrirkomulagi um að ákveða laun aðalsins.

„Við lögðum niður Kjaradóm. Við lögðum niður kjararáð. Það er stutt síðan við ákváðum að festa viðmið um þessi efni í lög. En það er ekki einu sinni búið að framkvæma eina einustu breytingu á lögunum síðan þetta var ákveðið, áður en menn í þingsal koma hingað upp og ætla að slá sig til riddara með því að taka málin upp að nýju. Ég spyr bara: Hvernig í ósköpunum á yfir höfuð að vera hægt að finna eitthvert fyrirkomulag þegar okkur gengur svona illa með þriðja fyrirkomulagið á rúmum áratug?“

Halldóra gaf lítið fyrir yfirklór Bjarna og vitnaði aðeins í orð Katrínar Jakobsdóttur: „Eigum við ekki að vera í sama báti, eins og hæstvirtur forsætisráðherra sagði, með öllum almenningi í landinu? Það er spurning mín.“

Bjarni hafði aðeins róast: „Mér finnst hins vegar vel koma til greina, ef tekst eitthvert alvörusamtal um það að fara í launafrystingar eða lækkanir, að þá ættu hinir opinberu embættismenn, þeir sem eru í æðstu stjórn ríkisins, að leiða þá breytingu, þá þróun.“

Svo varð ekki.

Miðjan mun, á næstu dögum, birta valda kafla úr þingræðum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: