- Advertisement -

Heimsmet

Gunnar Smári skrifar:

„Þetta er heimsmet í fjölda miðla utan um fá fyrirtæki, merki þess að eigendur íslenska fyrirtækja eru endalaust tilbúnir að borga undir lofsöng um sjálfan sig.“

Einmitt það sem vantaði, enn einn miðilinn til að þjóna fákeppni og einokun auðvaldsins. Fyrir höfum við Viðskiptablaðið, ViðskiptaMoggann, Markaðinn á Fréttablaðinu og nú Viðskiptavefur á Vísi.

Þetta er heimsmet í fjölda miðla utan um fá fyrirtæki, merki þess að eigendur íslenska fyrirtækja eru endalaust tilbúnir að borga undir lofsöng um sjálfan sig og tilheyrandi árásir á verkalýðshreyfinguna og þau sem berjast fyrir almannahag. Það er annað einkenni íslenskrar viðskiptablaðamennsku; að hún er rekin eins og kaldastríðs-áróðursblöð þar sem verkalýðshreyfingin er Sovét, hið illa. En talandi um verkó. Ætlar fólkið þar virkilega ekki að bregðast við og byggja upp fjölmiðla með umfjöllun út frá hagsmunum almennings?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: