- Advertisement -

Helmingur verkafólks með undir 300 þúsund á mánuði

Vilhjálmur Birgisson.

„Í gögnum frá Hagstofu Íslands kemur fram að yfir 50% verkafólks voru með laun undir 300.000 í dagvinnu í september 2018 . En rétt er að geta þess að fjármálaráðherra hélt því fram í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag að 1% á íslenskum vinnumarkaði vinni á lágmarkslaunum. Það er alrangt hjá fjármálaráðherra. Um helmingur fullvinnandi verkafólks á landsvísu er á lágmarkslaunum.“

Þannig skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ, og ítrekar þar sem að fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, hafi farið með rangt mál á gamlársdag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þetta eru því miður blákaldar staðreyndir og við hljótum sem samfélag að vera sammála því að lagfæra þurfi ráðstöfunartekjur verkafólks þannig að laun þeirra dugi fyrir lágmarks framfærsluviðmiðum sem Velferðaráðneytið hefur gefið út,“ skrifar Vilhjálmur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: