- Advertisement -

Hlutabréfamarkaðir hegða sér ætíð eins og sturlað fólk

Gunnar Smári skrifar:

Það er ekki gáfulegt að ráða í viðbrögð hlutabréfamarkaða um alvarleika covid-19-faraldursins. Hlutabréfamarkaðir hegða sér ætíð eins og sturlað fólk; sveiflast upp í bólum eins og þeir séu ósigrandi og muni blómstra til eilífðar en súrrast síðan niður í djúpt þunglyndi ef á bjátar, sjá hvergi ljós og aðeins eilíft myrkur til eilífðarnóns. Það má því alveg sleppa fréttaskýringum í kvöldfréttum um hvernig hinir svokölluðu markaðir hafi það, það er ekkert vit í þessum mörkuðum og ástæðulaust að láta sem svo sé.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: