- Advertisement -

„Höfum ekki efni á almannatryggingum“

Guðmundur Ingi Kristinsson.

„Það þýðir að við höfum ekki efni á almannatryggingum, ekki efni á skólakerfinu. Við höfum ekki efni á því að reka spítalana, borga þingmönnum laun eða öðrum opinberum starfsmönnum. Við þurfum að taka fyrir því lán. Það er ekki að furða þó að stjórnvöld leggi áherslu á það að endurheimta þessi störf, skapa ný, þannig að við getum staðið vörð um heilbrigðiskerfið og velferðarþjónustuna í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, á Alþingi, seint í síðustu viku.

Þá var að hann tala um kostnað af atvinnuleysinu. Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, sem „fékk“ ráðherrann til að segja þetta.

„Háttvirtur þingmaður hélt hér ræðu um að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar væri ekki rétt og eingöngu væri verið að vinna í þágu fyrirtækja en ekki nægilega vel í þágu öryrkja, unglinga og einhverra annarra sem greiða skatta. Ég ætla bara að biðja hv. þingmann um að hugleiða það aðeins hvers virði störfin eru sem hafa verið til staðar í landinu hjá fyrirtækjunum, þessi mögulega 30.000–40.000 störf sem eru að tapast núna í augnablikinu. Hvers virði eru þau fyrir getu okkar til þess að geta rekið hér þéttriðið velferðarkerfi?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: