- Advertisement -

Húsnæðisstefnan borgarinnar er rasísk og full af útlendingaandúð

Gunnar Smári skrifar:

…eða ruglukollur sem bíður sig fram til forseta…

Hættulegasti rasisminn og útlendingaandúðin er ekki maður sem hringir inn á útvarp Sögu eða ruglukollur sem bíður sig fram til forseta; heldur kerfisbundin fyrirlitning og mismunun sem er innbyggð í grunnkerfi samfélagsins. Eins og til dæmis húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. Það hefur verið öllum ljóst sem vilja vita að vegna húsnæðiskreppu liðins áratugar hafa þúsundir hrakist í að búa við hættulegar aðstæður í heilsuspillandi og ósamþykktu húsnæði með ófullnægjandi brunavörnum. Árum saman hefur þetta legið fyrir án þess að Reykjavíkurborg hafi brugðist við. Og hvers vegna ekki? Vegna þess að stærsti hluti þess fólks sem býr við þessar aðstæður eru innflytjendur, fólk sem borgaryfirvöld telja að tilheyri ekki samfélaginu, sé ekki nógu innvígt til að yfirvöld beri á þeim ábyrgð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bruninn á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs er okkar Grenfell Tower, afhjúpun á kerfisbundinni og lífshættulegri mannfyrirlitningu opinberrar húsnæðisstefnu. Við eigum að taka þetta alvarlega; ekki sætta okkur við að borgaryfirvöld blandi sér í hóp syrgjenda eins og þau geti gert kröfu með þeim um breytingar og réttlæti. Borgaryfirvöld bera ábyrgð á húsnæðisstefnu sem er rasísk og full af útlendingaandúð. Þau eiga að sýna syrgjendum þá virðingu að gangast við ábyrgð sinni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: