- Advertisement -

Hvar erum við þá?

Gunnar Smári skrifar:

400 dollarar atvinnuleysisbætur á viku gera um 225 þús. kr. á mánuði sem aftur jafngilda 315 þús. kr. sé tekið tillits til verðlags. Atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum, þeirri hryggðarmynd nýfrjálshyggjunnar þar sem sá fimmtungur sem hefur það verst býr við kjör sem eru verri en nokkurs staðar á Vesturlöndunum, lík og fátækt fólk í í svokölluðum þriðja heimi býr við. Hver erum við þá? Og þarna eru aðgerðir til að mæta hópum sem íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist sérstaklega við gagnvart; konum sem horfið hafa af vinnumarkaði og fólki sem ekki hefur skýran rétt á atvinnuleysisbótum. Bandaríkjastjórn ætlar að veita því fólki rétt á atvinnuleysisbótum, stíga skref í átt að skilyrðislausri framfærslu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: