- Advertisement -

Hverjum er ekki sama hver er forseti Alþingis í nokkra daga?

Gunnar Smári skrifar:

Pólitísk umræða á Íslandi er löngu geld, meginstraumsfjölmiðlar ráða ekki við dýpri umræðu en umfjöllun um nýjustu könnun og getgátur um hverjir gætu myndað ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingar eru kallaðir til viðtals en þeir ráða heldur ekki við meira en þetta, tala um pólitík í löngu máli án þess að grunnátök samfélagsins sé svo mikið sem nefnd. Andstyggð almennings á stjórnmálastéttinni er aldrei rætt, þvert á móti er því haldið fram gegn betri vitund að stjórnmálafólk njóti vaxandi virðingar. Og svo falla fjölmiðlar í svona fréttir inn á milli. Hverjum er ekki sama hver er forseti Alþingis í nokkra daga?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: