- Advertisement -

Í Haag að gæta hagsmuna Íslands

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sendi frá sér eftirfarandi línur:

Á sögulegum leiðtogafundi NATO. Þar sammæltust leiðtogar bandalagsríkja um að stórefla okkar sameiginlegu varnir.

Við ætlum að styrkja innviði heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands. En það verður engin breyting á sambandi okkar við NATO.

Ég átti meðal annars gott samtal við forseta Bandaríkjanna um varnir Íslands. Það er alveg ljóst að varnarsamningurinn við Bandaríkin verður áfram grunnstoð í okkar utanríkisstefnu.

Frumskylda ríkisstjórnar er að standa vörð um þjóðaröryggi. Og það mun ríkisstjórnin gera af heilum hug.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: