- Advertisement -

Icelandair dregur í land

Flugfreyjur náði að gera kjarasamning við Icelandair í nótt. Mikil samstaða myndaðist meðal þjóðarinnar flugfreyjum til stuðnings. Um leið var stjórn Icelandair gagnrýnd harkalega. Á vef Ríkisútvarpsins segir:

„Við byggðum á þeim samningi sem við undirrituðum í júní. Það var samið um þau ákvæði sem ágreiningur hafði verið um og ég vænti þess að geta kynnt þennan samning á góðan hátt til okkar félagsmanna í vikunni,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins.

Þar segist Bogi Nils Bogason forstjóri ekki vera stórmál að draga uppsagnir flugfreyja til baka, sem verði gert þegar á morgun. Nú muni flugfreyjur sem fyrr sinna öryggisþáttum um borð í flugvélum Icelandair en ekki flugmenn eins og til stóð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: