- Advertisement -

Ingó Veðurguð berst til síðasta blóðdropa: „Mig langar mest af öllu að fá frið með konunni minni og verðandi barni“

Ingólfur Þórarins­son, betur þekktur sem Ingó Veður­guð, skrifaði færslu í gær á Face­book þar sem hann svarar fyrir frétt DV þar sem nafn­laus kona segist hafa kært Ingó fyrir líkams­á­rás í fyrra. Hann birtir samskipti sín við lögregluna máli sínu til stuðnings sem sjá má hér neðar.

Hringbraut sagði frá. Fullyrt hefur verið að Ingó hafi hvorki verið kærður, á­kærður né sak­felldur fyrir brot gegn konum. En DV rifjaði síðan upp í gær að ó­nafn­greinda konu sem hafi kært Ingó fyrir líkams­á­rás sumarið 2021 sem átti sér stað 2017 en lög­reglan hafi sagt málið fyrnt.

„Ég fer að verða ansi þrek­­laus í þessu öllu og enn og aftur hef ég enga leið til að verja mig þar sem allt er nafn­­laust. Að ég fari svo að kýla konu og hrækja framan í er í besta falli galið en þetta sýnir hversu langt á­­kveðnir hópar eru til í að ganga. Hér kemur skýrt fram að ég hef ALDREI verið á­kærður fyrir of­beldis­brot eða kyn­­ferðis­brot enda aldrei gert slíkt,“ skrifar Ingó á Face­book.

„Ég veit ekki hvers vegna DV birtir svona. Ég mun berjast þar til ég dey að hafa aldrei nauðgað, riðið börnum eða lamið konur. Það skal ég sverja upp á konuna mína, Pinna og Gumma bróður þau sem ég elska mest. Ég er sak­­laus og mun berjast þó ég standi einn að berjast. Þetta fólk svífst einskis. Mig langar mest af öllu að fá frið með konunni minni og verðandi barni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta skjáskot birti Ingó af samskiptum sínum við lögregluna.

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: