- Advertisement -

„Jóhanna Sigurðardóttir dregin upp á dekk“

Formaður Flugfreyjufélagsins og forstjóri Iclendair.
Samsett mynd: Skjáskot frá RÚV.

„Vonandi verður þessi samningur samþykktur og þótt aðgerðir Icelandair hafi verið harkalegar þá voru þær nauðsynlegar. Staðfesta forstjóra Icelandair og hans meðstjórnenda við að bjarga félaginu er aðdáunarverð og fordæmalaus. Samninganefnd Flugfreyjufélagsins virðast hafa sýnt skilning og ábyrgð á lokametrunum. Takk öll fyrir.“

Þannig skrifar viðskiptamaðurinn Þorkell Sigurlaugsson sem er; „gríðarlega ánægður með að samningur milli Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands skyldi náðst.“

Þorkell er samt ekki sáttur með allt og alla:

„Gífuryrði hafa verið notuð í þessum aðgerðum Icelandair og meira segja Jóhanna Sigurðardóttir dregin upp á dekk. Fordæmalaust ástand kallar aftur á móti á fordæmalausar aðgerðir. Það er líka fordæmalaust að stéttarfélag hafi afskipti af því hvað stjórnarmenn í lífeyrissjóði eiga að gera þegar þeirra hlutverk er að vinna sjálfstætt með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Ef Icelandair gerir háa og hugsanlega óraunhæfa og ósamkeppnishæfa samninga við flugþjóna sem sýnir fram á að vafasamt sé að reksturinn gangi upp ætla þá fulltrúar VR að hlýða formanni félagsins og styðja hlutabréfakaup?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: