- Advertisement -

Kapítóla kemur út að nýju

Sagan sem Íslendingar hafa elskað í yfir heila öld

Skáldsagan Kapítóla kom fyrst út á íslensku árin 1986-97 sem framhaldssaga í vestur-íslenska vikublaðinu Heimskringla í Winnipeg. Sumarið 1897 kom bókin öll út vestra og árið 1905 kom hún svo út hjá Jóhanni Jóhannessyni bókaútgefanda í Reykjavík – og þrátt fytrir baráttu Jónasar frá Hriflu og fleiri frammámanna varð bókin gríðarlega vinsæl hér landi.

Þriðja útgáfa Kapítólu kom út hjá Lampanum í Reykjavík í tíu heftum árið 1943 og sú fjórða hjá Sunnufelli árið 1958. Fimmta útgáfan var fyrsta bókin í flokknum Skemmtisögur hjá Sögusafni heimilanna árið 1968, önnur prentun 5. útgáfu kom árið 1976 og þiðrja prenun árið 1982. Hér er því á ferð sjötta útgáfa bókarinnar. Eggert Jóhannesson þýddir upphaflega og endursagði en Silja Aðalsteinsdóttir yfirfór þessa útgáfu og ritaði eftirmála.

Eins og útgáfusaga Kapítólu sýnir hafa Íslendingar elskað þessa sögu í meira en heila öld. Ástæðan er fyrst og fremst sú, eins og fyrsti gagnrýnandinn kom auga á, að sagan er þrælspennandi og þýðing Eggerts er þjál og rennur vel. Og þó að okkur finnist kannski fullmargt koma fyrir aðalpersónuna og Clöru Day vinkonu hennar þá er ekki að efa að annað eins hefur gerst og gerist enn.  Ungar, hrekklausar stúlkur verða fórnarlömb illviljaðra manna sem vilja eyðileggja mannorð þeirra, hrifsa fjármuni þeirra og jafnvel þröngva þeim í hjónaband.

Öllum stúlkum á öllum tímum er Kapítóla lifandi fyrirmynd: órög svo jaðrar við fífldirfsku, fyndin svo jaðrar við ósvífni, hugmyndarík og fljót að hugsa. Og ef hún er fjarlæg fyrirmynd í einhverra augum – svona eins og kraftajötunninn Lína Langsokkur – þá má hafa hliðsjón af Clöru, sem þrátt fyrir allt stendur fast á sínu og kann að leita sér hjálpar þegar hún ræður ekki við atburðarásina.

Þú gætir haft áhuga á þessum

– Lokaorð úr eftirmála Silju Aðalsteinsdóttur

E.D.E.N. Southworth (1819–1899) var vinsælasti skáldsagnahöfundur Ameríku á sínum tíma og skrifaði yfir sextíu sögur, margar um sjálfstæðar og uppreisnargjarnar stúlkur. Kapitola, eða Upp koma svik um síðir kom fyrst út 1859 og naut frá upphafi gífurlegra vinsælda. Íslendingar kynntust Kapítólu fyrst sem framhaldssögu í Heimskringlu 1896–1897 í þýðingu Eggerts Jóhannssonar og síðan hefur hún komið út mörgum sinnum hér á landi.

Silja Aðalsteinsdóttir sá um þessa útgáfu og ritaði eftirmála.

Forlagið gefur út.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: