- Advertisement -

Katrín er ekki nógu vinsæl

Meira þarf en vinsældir Katrínar til að halda vondri ríkisstjórn á floti.

Gunnar Smári Egilsson.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tapaði þriðjungi af fylgi sínu á fyrstu sjö mánuðum sínum. Í upphafi naut stjórnin 74,1% fylgi en mælist nú með 49,7%. Til einföldunar getum við sagt að í upphafi hafi þrír af hverjum fjórum stutt stjórnina en nú sé staðan 2:2. Þriðji hver stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar hefur gefist upp. Þetta er Íslandsmet í töpuðu fylgi ríkisstjórna.
Þrátt fyrir góða byrjun er ríkisstjórn Katrínar nú á sama stað og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og ríkisstjórn Jóhönnu voru eftir sjö mánuði; rétt undir 50% fylgi. Báðar koðnuðu ríkisstjórnir Sigmundar og Jóhönnu niður í andbyr og náðu fáu í gegn eftir fyrstu mánuðina. Ríkisstjórn Katrínar hefur ekkert gert á sínum fyrstu mánuðum og það má ekki búast við að hún afl til nokkurs hlutar úr þessu.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tapaði þriðjungi af fylgi sínu á fyrstu sjö mánuðum sínum. Í upphafi naut stjórnin 74,1% fylgi en mælist nú með 49,7%. Til einföldunar getum við sagt að í upphafi hafi þrír af hverjum fjórum stutt stjórnina en nú sé staðan 2:2. Þriðji hver stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar hefur gefist upp. Þetta er Íslandsmet í töpuðu fylgi ríkisstjórna.

Sem gengur inn í björg Valhallar
Ágæt mæling ríkisstjórnar Katrínar í upphafi er rannsóknarefni. Það virtist vera samstillt átak fjölmiðla og álitsgjafa að halda því fram að þetta væri góð stjórn, Katrín vinsæll stjórnmálamaður, almenningur orðinn þreyttur á kosningum og að tími væri kominn á samstarf þvert yfir miðjuna, eða hvernig sem þetta var nú orðað. Engin innistæða var fyrir þessu tali. Það sást til dæmis þegar kjórsókn jókst í borgarstjórnarkosningum fáum mánuðum síðar, kosningum sem sömu fjölmiðlar og sömu álitsgjafar reyndu að tala niður sem óáhugaverðan sirkus. Ríkisstjórn Katrínar var því kannski fyrst og fremst óskaríkisstjórn fólks sem er sérlega illa læst á samfélagið en veit ekki af því. Katrín er ekki nógu vinsæl til að halda vondri ríkisstjórn á floti, það er ákkúrat engin eftirspurn eftir enn einum vinstri flokknum sem gengur inn í björg Valhallar til að þjóna hinum ríku og almenningur er síður en svo orðinn leiður á að nota takmarkað vald sitt í kosningum. Þátttaka í kosningum innan verkalýðshreyfingarinnar vex til dæmis í hvert sinn sem boðið er upp á eitthvað annað en sömu moðsuðuna og fyrr. Það er vaxandi krafa um breytingar og ríkisstjórn Katrínar er ríkisstjórn um stöðnun.

Aðrar ríkissjórnir
Ef við tökum sambærilegt dæmi af fyrri ríkisstjórnum þá byrjaði ríkisstjórn Geirs Haarde með 83% fylgi en hafði misst tólfta hvern stuðningsmann sjö mánuðum síðar. Ríkisstjórn Jóhönnu byrjaði með 65% fylgi en hafði misst fjórða hvern stuðningsmann sjö mánuðum síðar. Ríkisstjórn Sigmundar byrjaði með 63% fylgi en hafði misst fjórða hvern stuðningsmann sjö mánuðum síðar, eins og Jóhönnu. Ríkisstjórn Bjarna byrjaði með 44% en hafði misst fjórða hvern stuðningsmann sjö mánuðum síðar, eins og Sigmundar og Jóhönnu. Ríkisstjórn Katrínar byrjaði með 74% en hafði misst þriðja hvern stuðningsmann sjö mánuðum síðar.

Ef við tökum sambærilegt dæmi af fyrri ríkisstjórnum þá byrjaði ríkisstjórn Geirs Haarde með 83% fylgi en hafði misst tólfta hvern stuðningsmann sjö mánuðum síðar. Ríkisstjórn Jóhönnu byrjaði með 65% fylgi en hafði misst fjórða hvern stuðningsmann sjö mánuðum síðar.

Hraðamet Katrínar
Eftir Hrun hafa allar ríkisstjórnir misst hratt frá sér fylgi en engin hraðar en ríkisstjórn Katrínar. Ástæðan er að ríkisstjórnirnar fara ekki að vilja almennings heldur þjóna sérhagsmunum. Þannig var það líka fyrir Hrun, en fyrir Hrun var blekkingin enn á lífi að ef við löguðum samfélagið að hagsmunum hinna ríka myndu allir á endanum græða. Hrunið afhjúpaði hvurslag þvæla þetta var. Almenningur fattaði það en stjórnmálastéttin ekki. Frá Hruni hefur hún látið eins og ekkert hafi gerst og keppst við að endurreisa hið óréttláta samfélag sem hrundi. Og það er sáralítill munur á þeim flokkum sem hafa verið í stjórn á þessum tíma: Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vinstri græn, Framsókn, Björt framtíð og Viðreisn. Í stað þess að hrynda í framkvæmd baráttumálum almennings, málum sem njóta mikills stuðnings, hafa þessir flokkar haldið áfram að reka ríkisvald hinna ríku og valdamiklu. Haldið áfram að draga úr völdum og lífsgæðum almennings. Haldið áfram að brjóta niður samfélagið í stað þess að byggja það upp.

-gse


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: