- Advertisement -

Kolbrún kvartaði formlega yfir Stefáni

Kolbrún segist vera farin að lengja eftir niðurstöðu í kvörtunarmálinu en málið er nú á borði borgarstjóra.

„Ég er nú að segja frá þessu í fyrsta sinn núna, ég ætlaði ekki að tala um þetta og fara með þetta í fjölmiðla og hefði í raun aldrei viljað það en ég lagði inn kvörtun um borgarritarann fyrir þessi ummæli, ég kvartaði yfir hversu slæm áhrif þessi ummæli höfðu á mig, mína fjölskyldu og hversu mikinn toll þau tóku af mér, vegna þess að eftir að hann setur þau inn þá koma einhverjir 80 starfsmenn, meðal annars yfirmenn deilda og upplýsingafulltrúi með athugasemdir þar sem okkur er úthúðað,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins, í viðtali á Útvarpi Sögu.

Þetta má lesa á Facebooksíðu útvarpsstöðvarinnar.

Ásamt Kolbrúnu var Vigdís Hauksdóttir Miðflokki í sama viðtali. Þær segja að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi gefið Stefáni Eiríkssyni sín bestu meðmæli, vegna umsóknar Stefáns um stöðu útvarpsstjóra, þrátt fyrir að hafa í vinnslu úrlausn á máli þar sem Kolbrún Baldursdóttir kvartaði yfir niðrandi ummælum Stefáns í sinn garð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kolbrún sagði að Stefán hafi farið inn á kerfi sem starfsmenn hafa aðgang að og kallast Workplace. „…og skrifar þar leiðinda ummæli um okkur í minni hlutanum, fyrst var það yfir okkur öll en síðan kjarnaðist það um nokkra einstaklinga, þar á meðal okkur tvær sem hér sitjum og talar til okkar og segir að við séum eins og tuddar á skólalóð,” sagði Kolbrún.

„Þetta varði síðan í heila viku fór eins og eldur í sinu í öllum fjölmiðlum, hann kom fram eins og hann væri stjarna og níddist á okkur og þetta tók mjög mikið á mig og mína fjölskyldu, ég á börn og barnabörn sem sáu þarna ömmu sína birta undir alls konar leiðinda hlutum,” sagði Kolbrún.


Kolbrún segist vera farin að lengja eftir niðurstöðu í kvörtunarmálinu en málið er nú á borði borgarstjóra.

„Það var nú verið að vesenast með þessa kvörtun í mannauðsdeildinni og hvað ætti að gera við hana því þarna eru aðilar kjörinn fulltrúi annars vegar og embættismaður hins vegar en málið er nú hjá borgarstjóra,“ sagði Kolbrún.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: