- Advertisement -

Kominn tími til að loka Ríkisútvarpinu

Gunnar Smári skrifar:

„Þegar alþýðan nær völdum er rétt að stofna nýjan miðil, getum kallað það Alþýðuútvarpið, og loka þessari hryggðarmynd sem ohf-að RÚV er. Hin ríku geta þá haldið úti sínu Útvarpi Valhöll fyrir eigin pening.“

Á rás eitt er Viðreisnarkona, Sjálfstæðismaður og Framsóknarmaður að tala um þjónustu við aldraða og nauðsyn þess að einkavæða gamla fólkið sem uppsprettu auðs fyrir braskarana. Það er tilefni til að óttast framtíðina.

Og það er kominn tími til að loka Ríkisútvarpinu. Hugmyndin með rekstri þess var að halda utan um íslenska menningu, fræða fólk og vera farvegur samfélagsumræðu; ekki að vera eintóna áróður fyrir braskara og þjófa og senditíkur þeirra.

Þegar alþýðan nær völdum er rétt að stofna nýjan miðil, getum kallað það Alþýðuútvarpið, og loka þessari hryggðarmynd sem ohf-að RÚV er. Hin ríku geta þá haldið úti sínu Útvarpi Valhöll fyrir eigin pening.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: