- Advertisement -

Kristján geri hreint fyrir sínum dyrum

Ragnar Önundarson skrifar:

Kristján Þór hefur sjálfur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum. Ráðherra sem lýsir því yfir að hann sé að hætta í pólitík ætti að hafa skert starfsumboð, líkt og fallin ríkisstjórn sem situr fram að kosningum, því hann ætlar ekki að leggja verk sín í dóm kjósenda. Hann ætlar samt að skipa nýjan ráðuneytisstjóra sjávarútvegs áður en hann hættir. Starfið var auglýst til málamynda. Kolbeinn Árnason á að fá starfið. Hann var áður frkvstj. LÍÚ. Það gengur illa að reka slyðruorð spillingar og hagsmunaþjónkunar af pólitíkinni.

Ekki er langt síðan Lilja Alfreðsdóttir færði flokksbróður sínum slíkt embætti að gjöf. Ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur Kristján fara sínu fram í þessu máli tekur hann fulla ábyrgð á málinu. Það hættir að vera bara þakklætisgerningur Kristjáns fyrir góðgerðir sem hann hefur þegið gegnum tíðina. Það staðfestir þá nýleg orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um stjórn hagsmunahópa á þessu landi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: