- Advertisement -

Kristján leyfir útgerðum að geyma kvóta

Meðal þess sem Kristján Þór Júlíusson hefur ákveðið er að leyfa útgerðum að geyma kvóta milli ára. Það sagt gert til að auka sveigjanleika. Þetta er gert í skjóli vanda vegna kórónuveirunnar.

Í frétt frá Kristjáni Þór segir:

Ég kynnti í ríkisstjórn í morgun 15 aðgerðir á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs til að bregðast við áhrifum COVID-19 veirunnar á þessar greinar. Markmið aðgerðanna er að lágmarka neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað og sjávarútveg til skemmri og lengri tíma, en um leið skapa öfluga viðspyrnu þegar þetta tímabundna ástand er gengið yfir.“

Nánar má lesa um aðgerðirnar í meðfylgjandi frétt, en nefna má:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • • Fallið frá áformum um 2,5% hækkun á gjaldskrá Matvælastofnunar til 1. september 2020
  • • Íslensk garðyrkja efld til muna með auknum fjárveitingum
  • • Aukin þjónusta og ráðgjöf til bænda vegna COVID-19
  • • Greiðslur tryggðar til einstaklinga sem sinna afleysingaþjónustu fyrir bændur
  • • Komið til móts við grásleppusjómenn varðandi lengd veiðitímabilsins
  • • Afgreiðslu umsókna um rekstrarleyfa í fiskeldi flýtt
  • • Aukið fjármagn í hafrannsóknir
  • • Aukið svigrúm til að flytja aflaheimildir milli fiskveiðiára til að stuðla að sveigjanleika.

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: