- Advertisement -

Langþreytt starfsfólk og vanfjármögnun

Gunnar Smári skrifar:

„Hið undarlega áróðursbragð hægrimanna að flytja Björn Zoëga hingað til að lýsa því hversu allt sé skipulagt og fínt, ódýrt og akkúrat rétt mannað á Karolinska, en allt ómögulegt á Landspítalanum, gengur ekki upp.“

Þessi frétt af neyðarástandi á Karolinska sjúkrahúsinu frá í vor gæti allt eins verið frétt af Landspítalanum í síðustu viku. Langþreytt starfsfólk, vanfjármögnun, könnun á því hvort hægt sé að mann gjörgæsluna með því að leigja starfsfólk af einkafyrirtækjum, rúm sem enginn liggur í vegna þess að það finnst ekki starfsfólk. Hið undarlega áróðursbragð hægrimanna að flytja Björn Zoëga hingað til að lýsa því hversu allt sé skipulagt og fínt, ódýrt og akkúrat rétt mannað á Karolinska, en allt ómögulegt á Landspítalanum, gengur ekki upp. Þetta er óskhyggja í besta falli en líklega ekki annað en grimmur áróður þeirra nýfrjálshyggjumanna sem ætla að nýta cóvid og afleiðingar þess til að stíga stór skref í átt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Aldrei láta góðar hörmungar, kreppu eða hamfarir fara forgörðum, segja nýfrjálshyggjumennirnir; það má alltaf nota þetta til að brjóta niður grunnkerfi samfélagsins og sölsa þau undir auðvaldið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: