- Advertisement -

Leggur til „rányrkju“ sem skyndilausn

…að veiða einfaldlega meira í eitt skipti í því skyni að búa til tekjur…

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, nefndi einstaka leið til að mæta erfiðleikum okkar. Til þessa hafa ráðamenn, að mestu hið minnsta, hlýtt ráðleggingum vísindamanna hvað varðar ráðlagðan sjávarafla. Sigurður Ingi, sagði á Alþingi í gær, að árangurinn við Covid væri ekki síst vísindamönnum að þakka: „Þar er auðvitað ekki síst að þakka því frábæra fólki sem þar vinnur og vil ég nota tækifærið og þakka öllu því framlínufólki frábær störf,“ sagði hann.

Svo kom fram að ráðherrann vill hætta að hlýða ráðum vísindamanna: „Við þurfum að horfa á sjávarútveginn. Við þurfum að horfa á það sem hefur verið okkar stærsta tækifæri, ekki síst í útflutningi, að auka virði sjávarútvegs. Það getur komið inn átak á heimsvísu í að selja ímynd okkar, vöru og gæði. Sjávarútvegurinn sjálfur hefur getað staðið undir því en vegna þess að aðrir auðlindageirar eru að gefa mjög mikið eftir á þessu ári gætum við þurft að velta því fyrir okkur hvort við ættum að nota þá frábæru stöðu sem við erum búin að skapa með því að byggja upp sterka stofna að veiða einfaldlega meira í eitt skipti í því skyni að búa til tekjur fyrir samfélagið. Það er eitt af því sem mér finnst að við ættum alla vega að velta vöngum yfir.“


-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: